Keiluhöllin Egilshöll er heimavöllur rauðra djöfla!
Eins og meðlimir sjá á Mínum Síðum, bjóðast meðlimum félagsins betri kjör á meðan United leikir eða viðburðir félagsins standa yfir. Þá ber helst að nefna tilboð þegar leikir okkar manna standa yfir:
- Bjórkort - 10 bjórar á 9999 krónur,
- 8 vængir + bjór (Boli X) á 2999 krónur (bjórinn frír með!),
- 16 vængir + bjór (Boli X) á 3499 krónur (bjórinn frír með!),
- allskyns sértilboð á viðburðum sem haldnir eru á vegum félagsins.
Keiluhöllin sýnir að sjálfsögðu alla leiki í enska boltanum og fleiri deildum og íþróttum, og er ávallt með frábær boltatilboð í gangi yfir þeim! Við mælum með því að fylgja þeim á þeirra samfélagsmiðlum til að vera með puttann á púlsinum á þeirra viðburðum, en má nefna að Dr. Football pub-quizin má einungis finna þar og margt fleira skemmtilegt sem tengist boltanum!
Tilboð fyrir félagsmenn mun sjást á mínum síðum, sem og hjá fleirum samstarfsaðilum sem veita meðlimum afslátt.
Á Keiluhöllinni munum við hittast fyrir alla leiki Manchester United, sem og alla viðburði sem klúbburinn mun halda!
Má þar nefna árshátíð félagsins, sérstök Manchester United pub-quiz í boði Keiluhallarinnar, bjór- og trúbbakvöld. fjölskylduviðburði á borð við bingó með Utd. þema og vinningum og svo margt fleira!
Sjáumst í Keiluhöllinni í vetur, í boði Keiluhallarinnar og Bola!