I.   Lög klúbbsins heiti félagsins og tilgangur

 

1. gr. Skráð nafn félagsins í fyrirtækjaskrá er MUSÍ, félagasamtök skv. skráningu félagasamtakana í fyrirtækjaskrá - eftir skráningu þekkt sem "Íslensku rauðu djöflanir". 

Kennitala félagsins er 410823-0470  og er félagaform félagsins félagasamtök.
Varnarþing þess er í Reykjavík.

Félagssamtökin eru samtök allra rauðra djöfla á Íslandi, stuðningsfólks Manchester United á Íslandi, til aðgreiningar annarra skráðra félagasamtaka í sambærilegum tilgangi. Á ensku ber stuðningsmannaklúbburinn heitið Red Devils of Iceland - MUSC, og er það skráð nafn félagsins innan klúbbsins erlendis í kjölfar MUSC skráningar, eftir að hafa hlotið viðurkenningu félagsins um að vera stuðningsmannaklúbbur fyrir stuðningsmenn á Íslandi. 

2. gr. Tilgangur félagsins er að efla samfélag stuðningsmanna Manchester United á Ísland og tengingu þeirra við félagið erlendis. Félagið stendur fyrir samheldni stuðningsmanna á Íslandi með því að halda fjölbreytilega viðburði, útvega félagsmönnum tilboðskjör víðsvegar og veita félagsmönnum aðgang að miðum á heimaleiki félagsins.

 

 

II.   Félagsgjöld

 

3. gr. Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi félagsins, þá sem ákveðin krónutala, eða með því að veita stjórn félagsins til þess að hafa félagsgjöldin að ákveðnu hámarki og ákveðnu lágmarki. Stjórnarmenn fá engin fríðindi né afslátt af árgjaldi en stjórn er heimilt að veita afslátt af árgjaldi fyrir starfsmenn félagsins ef svo ber undir. Einnig er stjórn heimilt að veita afslátt eða undanþágu af árgjaldi til meðlima sé það samþykkt á aðalfundi, t.d. öldruðum, öryrkjum eða öðrum skilgreindum hópum.

4.gr. Félagsskírteini skal gefa út til eins árs í senn og gildir það frá 1. September til 31. ágúst ár hvert. Félagsskírteini skulu vera afhend með rafrænum hætti nema sérstaklega sé óskað að fá útprentuð skírteini afhend. Rafræn skilríki eru gefin út með þeim hætti að félagsmaður geti geymt þau í rafrænum veskjum sínum.

Á félagsskírteininu skal koma fram nafn félagsins, fyrir hvaða tímabil það gildir og númer félagsmanns.

 

 

III.   Stjórnskipulag

 

5. gr. Með stjórn félagsins fara:

  • Almennir félagsfundir.
  • Kjörin stjórn félagsins. 

 

 

IV.   Félagsfundir

 

6. gr. Félagaform félagsins er félagasamtök og fylgir félagið lögum skv. félagaformi. Félagið er óhagnaðardrifið. Öllum félagsmönnum er heimilt að sækja félagsfundi og taka þar til máls.

7. gr. Aðalfundur skal boðaður með tilkynningu á heimasíðu og auglýsingu í lögbirtingablaði með minnst 14. daga fyrirvara. Aðalfund skal halda í maí ár hvert og tekur ný stjórn við sem kosin er á aðalfundi við 1.september ár hvert. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.

8. gr. Stjórn félagsins boðar til aukafundar þegar hún telur þess þörf, svo ef minnst 50 félagsmenn krefjast þess skriflega og greina frá fundarefni. Stjórn tilkynnir fundarefni með fundarboðinu. Slíkir aukafundir sem og aðrir félagsfundir skulu boðaðir með a.m.k. 14 daga fyrirvara. Þegar lögmæt krafa um fundarhald er fram komin, skal stjórninni skylt að boða til fundar í síðasta lagi innan 15 daga frá er henni barst krafan.

9. gr. Á aðalfundi skulu þessi mál tekin til afgreiðslu:

  • Kosning fundarstjóra og ritara fyrir fundinn.
  • Skýrsla stjórnar
  • Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins
  • Umræður um skýrslu og reikninga
  • Lagabreytingar
  • Kosning formanns til tveggja ára
  • Kosning 2 stjórnarmanna til tveggja ára
  • Kosning 3 varastjórnarmanna til eins árs
  • Kosning endurskoðanda til eins árs
  • Önnur mál

10. gr. Formaður félagsstjórnar skal setja félagsfundi og skipa fundarstjóra. Fundarstjóri skal láta kjósa fundarritara sem heldur fundargerðarbók. Í fundargerðarbók skal skrá ákvarðanir fundar ásamt úrslitum atkvæðagreiðslna. Skrá um viðstadda félagsmenn skal færð í fundargerðarbók eða fylgja henni. Fundarstjóri og fundarritari skulu undirrita fundargerðarbókina.

11. gr. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum á stjórnarfundum og mega aðeins gildir meðlimir, sem greitt hafa árgjald minnst 6 mánuðum fyrir aðalfund, greiða atkvæði. Ef tillaga fær jafnmörg atkvæði með og á móti telst hún fallin. Ef tveir menn eða fleiri fá jafnmörg atkvæði skal kosið aftur á milli þeirra. Sé ekki hægt að fá meirihluta úrslit skal hlutkasti ráða. Á félagsfundum fylgir eitt atkvæði hverju félagsskírteini í félaginu.

 

 

V.   Stjórn félagsins

 

12. gr. Aðalfundur kýs formann og 2 menn af 4 annað hvert ár í stjórn félagsins. Kjósa skal þrjá varamenn ár hvert. Hæfisskilyrði þeirra skulu vera þau sömu og gilda um hæfi til stjórnarsetu í hlutafélögum samkvæmt ákvæðum laga um hlutafélög. Framboð til formanns- og stjórnarkjörs á aðalfundi skulu berast stjórn klúbbsins minnst viku fyrir aðalfund. Stjórnarfundir eru því aðeins lögmætir að mættur sé meirihluti stjórnarmanna.

13. gr. Stjórnin fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli félagsfunda. Meginskyldustörf hennar eru:

  • Að sjá til að félagið hafi aðgang að samkomustað til að sjá þá leiki sem unnt er með Manchester United.
  • Að sjá um skráningu félagsmanna, innheimtu félagsgjalda og gera félagsmönnum kleift að sækja viðburði á vegum félagsins.
  • Hvetja meðlimi félagsins til að sækja heimaleiki félagsins þegar kostur er og halda utan um úthlutun miða af þeim miðum sem félagið hefur að bjóða hverju sinni.
  • Að koma fram fyrir hönd félagsins.
  • Halda heimasíðu til félagsmanna um málefni félagsins
  • Að ráða fram úr öðrum málum, sem hún telur nauðsynlegt að fjalla um.

14. gr. Um það sem gerist á stjórnarfundum skal haldin fundargerðabók sem undirrituð skal af þeim sem fundi sitja. Stjórnarmaður sem ekki er sammála ákvörðun stjórnar á rétt á að fá sérálit sitt skráð í fundargerðabókina.

 

 

VI.   Reikningar og endurskoðun

 

15. gr. Reikningsár félagsins er 1. júní til 31. maí ár hvert. Ársreikning skal semja fyrir hvert félagsár og skal hann hafa að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning og skýringar. Ársreikningur skal undirritaður af stjórn félagsins. Ársreikningur skal lagður fyrir endurskoðendur eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

16. gr. Á aðalfundi skal kjósa óháðan aðila til eins árs í senn. Óháður aðili skal endurskoða ársreikninginn og í því sambandi kanna bókhaldsgögn félagsins og aðra þætti er varða rekstur þess og stöðu. Þeir skulu gera endurskoðunarskýrslu sem leggja skal fyrir aðalfund. Óháður aðili hefur rétt til að sitja stjórnarfundi félagsins. 

 

 

VII.   Breytingar á samþykktum félagsins

 

17. gr. Ákvörðun um breytingu samþykkta félagsins skal tekin á löglega boðuðum aðalfundi enda hafi tillagna verið getið í fundarboði. Breyting verður þó því aðeins gild að hún hljóti samþykki minnst 75% greiddra atkvæða á fundinum.

 

 

VIII.   Slit á félaginu

 

18. gr. Sé félaginu slitið skal gefa eignir þess til góðgerðasamtaka

Clicky